fbpx
200x200

Mily Soren er nemandi í 10. bekk í skólanum Heimili Friðar í Bangladess. Hér segir hún okkur sína sögu, frá skólanum og því þegar hún stóð með sjálfri sér og neitaði að ganga í barnahjónaband vegna þeirrar kennslu sem hún hafði fengið í skólanum.

Ég heiti Mily Soren og er í tíunda bekk. Mamma, ég og bróðir minn búum saman í litu þorpi í Bangladess. Hún er í hlutastarfi sem kennari, en hennar innkoma en ekki næg til að halda uppi fjölskyldunni. Við erum bara þrjú þar sem pabbi minn lést þegar ég var 8 ára.

Ég fékk inngöngu í skólann Heimili Friðar árið 2017, þá í sjötta bekk. Í dag, fjórum árum síðar er ég læs og hef fengið tækifæri til að læra á tölvur og verið kennt að sauma, utan annars námsefnis. Nú get ég saumað mér minn eigin kjól.

Á síðasta ári, þegar skólanum var lokað vegna heimsfaraldursins, fór ég aftur heim í þorpið mitt. Eftir nokkra mánuði fór móður minni að berast beiðnir um að gefa mig í hjónaband. Ég varð hrædd, hrædd um að hún myndi láta verða af því. Hvað get ég gert? Ég hugsað til tímans sem ég hef átt í skólanum, hvað ég hef lært um slæm áhrif barnahjónabanda og hugsaði um „Stöðvum barnahjónabönd“ herferðina. Ég sagði móður minni að ég gæti ekki gengið í hjónaband, ég væri bara barn og hefði lært um slæm áhrif þess. Ég sagði henni frá kennslunni í skólanum og herferðinni. Hún skildi mig og mínar tilfinningar svo hún afþakkaði öll bónorðin. En þorpsbúarnir reyndu að hafa áhrif á hana og var þetta erfiður tími. En ekki leið á löngu þar til skólinn opnaði á ný. Ég get ekki lýst gleðinni hjá mér og móður minni þegar símtalið barst frá skólanum um að hann væri opinn á ný. Guð hefur bjargað mér frá barnahjónabandi.

Nú þegar ég er komin aftur í skólann er ég örugg.  Heimili Friðar er staður öryggis fyrir mér. Ég ætla að klára nám mitt hér og svo langar mig til að starfa í lögreglunni og þjóna landinu mínu. Ég finn fyrir stolti þegar ég sé konur sinna yfirmannsstörfum innan lögreglunnar. Ég vil lifa lífi með reisn.

Ég er þakklát Guði, stuðningsaðila mínum og Heimili Friðar fyrir að vernda mig gegn barnahjónabandi og gefa mér tækifæri til náms.

Skildu eftir svar