fbpx
200x200

Hve lengi hefur þú notið stuðnings?

„Mér var bjargað þegar ég var eins og hálfs árs. Í dag er ég 21 árs gamall. Ég hef notið stuðnings í 17 ár.“

Breytti stuðningur lífi þínu?

„Já algjörlega. Stuðningur ABC breytti öllu hjá mér. Ég hefði dáið fyrir 17 árum á ruslahaugunum annars.“

Hverjar eru framtíðaráætlanir þínar?

„ABC gaf mér grunninn sem þurfti til að takast á við lífið. Í dag er ég í hlutastarfi en ég var að læra Hótelstjórnun og þjónustu. Ég vil stefna lengra í námi og þá í tölvum. Ég nýt þess að þjónusta fólk en draumur minn er að verða tölvufræðingur.“

Hvað myndir þú vilja segja við stuðningsaðila þinn og við þá sem eru að íhuga að taka að sér að styrkja barn til náms?

„Ég er eilíflega þakklátur stuðningsaðila mínum fyrir 17 ára stuðning í gegnum ABC. Í dag er ég einbeittur maður sem tekst á við framtíðina með sjálfsöryggi og staðfestu. Stuðningur þinn gerði það að verkum að ég fann fyrir umhyggju og ást. Ég bið Guð að blessa þig og þína.“

Skildu eftir svar