fbpx
200x200

Nú eru jólakort frá börnunum farin í póst til stuðningsaðila.

Í ár eins og áður fer mikill undirbúningur í að senda og voru starfsmenn og sjálfboðaliðar í jólaskapi við þann undirbúning.

En í ár var pökkunin með öðruvísi sniði en áður þar sem starfsfólk Össurar kom til okkar að hjálpa. Össur heldur úti starfsemi sem heitir Give back program þar sem öllum starfsmönnum býðst að vinna einn dag á ári í sjálboðavinnu á launum frá Össuri. Fengum við að njóta góðs af því í ár og komu til okkar 7 starfsmenn á skrifstofuna að pakka inn jólakortunum og 3 á Nytjamarkaðinn að hjálpa til þar.

Við erum þeim afskaplega þakklát fyrir hjálpina og góðan félagskap og glöð að jólakortin séu á leiðinni til stuðningsaðila. Takk takk takk!

Skildu eftir svar