fbpx
200x200

Viðtökur við ákalli okkar um mataraðstoð á vettvangi hafa verið framar vonum. Alls hafa safnast 1.1 milljón króna. Hver einasta króna er dýrmæt og margfaldast í verðgildi við kaup á nauðsynjum. Söfnunarféð hefur runnið óskipt til matarkaupa og var því skipt jafnt á milli þeirra sem þurftu aðstoð.

Börnin í Pakistan eru þakklát fyrir matargjafirnar

Starfsfólk á vettvangi sá um matarinnkaup og komu foreldrar barnanna í skólanna og fengu matarúthlutun. Á nokkrum stöðum var farið heim til fólks með matarpakka. Þakklæti fjölskyldnanna er mikið því matarpakkarnir efla vonir þeirra í þessum erfiðu aðstæðum.

Matargjafirnar gefa von á erfiðum tímum. Þakklátar fjölskyldur í Pakistan senda kveðju til Íslands.

Enn er hægt að leggja þessu mikilvæga málefninu lið.

Söfnunarféð rennur óskipt til kaupa á matarpökkum fyrir fjölskyldur barnanna okkar. Einnig er hægt að leggja beint inná neyðarsjóð og merkja “Matarpakki”. Reikningsnúmer: 515-14-303000, kennitala: 690688-1589.

Matarpakkar til þurfandi fjölskyldna. Þitt framlag skiptir máli.

Skildu eftir svar