fbpx
200x200

Ég heiti Bijoy Murmu. Ég er í níunda bekk. Ég kom árið 2015 á Heimili Friðar.

Mér finnst gott að dvelja á Heimili Friðar. Þar stunda ég námið vel og staðfastlega. Ég bæði stunda nám og læri um aga. Einnig læri ég mikið um vitundarvakningu, svo sem um jafnrétti kynjanna. Í mínu landi hafa karlmenn mun meiri réttindi en konur. Nú á dögum er unga fólkið háð eiturlyfjum og þau skapa mikil agavandmál í þjóðfélaginu. Flestir drengjanna kynnast eiturlyfjum.

Önnur börn læra ekki þessar reglur, sem ég læri á heimavistinni. Lífsstíll þeirra er óagaður. Ég hef það mjög gott á Heimili Friðar, mun betra en aðrir drengir hafa það. Og ég get skapað mér gott líf.

Ég gæti ekki stundað nám ef ég hefði ekki komið á heimavistina. Því foreldrar mínir eru fráskilin. Systkini mín fjögur búa með móður okkar. Það var ómögulegt fyrir móður mína að taka á sig allan kostnað við námið mitt. Þess vegna fékk ég tækifæri til að stunda nám á Heimili Friðar. Því er ég þakklátur Heimili Friðar. Ég elska Heimili Friðar og ég er heppinn að hafa fengið tækifæri til að stunda nám og öðlast lífsfyllingu.

Ég man að heimavistin er tré með blómum. Líkt og það er nauðsynlegt fyrir tré að blómgast þá er þessi heimavist mjög mikilvæg í mínu lífi. Þannig að Heimili Friðar er blómagarður í mínu lífi.

Bijoy Murmu
Níunda bekk

Skildu eftir svar