Miði á vorfagnað 2025

Á lager

Miðvikudaginn 23. apríl heldur ABC barnahjálp sinn árlega vorfagnað í Veginum Fríkirkju, Smiðjuvegi 5, Kópavogi.

Húsið verður opnað kl. 18:30 og borðhald hefst kl 19:00.

Veisluhlaðborð með forréttum, aðalréttum og eftirréttum.
Frábærir tónlistarmenn stíga á stokk: Stebbi Jak, Kristmundur Axel, Páll Rósinkranz og Aldís en hún er sigurvegari FélKó 2025. Tónlistarstjóri er Emil Hreiðar Björnsson.

Veislustjórar verða hjónin Kristín Sif og Stebbi Jak.

Glæsilegt málverkauppboð og veglegt happdrætti.

Allur ágóði af kvöldinu mun renna til ABC barnahjálpar, m.a. í nýjan háskólasjóð sem styrkir nemendur okkar til háskólanáms.

Aðgöngumiðinn sem kostar kr. 9.900 gildir sem happdrættismiði. Hægt verður að kaupa auka happdrættismiða á staðnum.

Miðar verða afhentir við innganginn gegn framvísun sölukvittunar sem berst kaupanda í tölvupósti.

Forskoða gjafabréf
Close