fbpx
200x200

Vani hefur lokið námi í sögu og vill kenna námsefnið í framtíðinni.

Ég var sex ára gömul þegar ég komst í skólann og naut fjárhagslegs stuðnings til náms. Móðir mín er ekkja og á tvö börn; mig og tvíburasystur mína. Þorpið sem ég ólst upp í var miðstöð fyrir mansal og margt fleira ólöglegt. Ung ekkja er líklegt fórnarlamb fyrir alls kyns misrétti og vafasöm tilboð. Móðir mín vissi í hve mikilli hættu við vorum og hún kom okkur í umsjá ABC og Evu Alexander sem fer fyrir skólanum.

Stuðningur ABC breytti öllu hjá mér. Verandi ung ekkja gat móðir okkar ekki boðið okkur upp á öryggi eða menntun. Það tíðkast ekki að giftast aftur, sérstaklega hjá fátæku fólki með okkar stéttarstöðu. Þökk sé grunninum frá ABC er ég í dag að bæta við mig námi og geri mér vonir um gott starf í framtíðinni. Ég vil vera kennari og kenna sögu. Það er uppáhalds viðfangsefnið mitt.

Kæri stuðningsaðili. Þakka þér fyrir stuðning þinn og þitt stóra hjarta í minn garð. Ég er þér eilíflega þakklát. Ég bið Guð að blessa þig og þína. Hefði ekki verið fyrir þinn stuðning hefði ég búið við þjáningar, misþyrmingu og vonleysi. Stuðningur þinn er mikils metinn og dýrmætur.

Skildu eftir svar