Kristilega útvarpsstöðin Lindin helgar dagskrá sinni starfsemi ABC barnahjálpar þann 22. nóvember.
Fjöldi góðra gesta mætir í hljóðverið og deilir sögum og fróðleik um starfið og hlustendum gefst kostur á að styrkja starfið.
Lindin hefur í mörg ár tileinkað heilum degi á hverju ári til styrktar samtökunum og það er kærkomin aðstoð í að deila upplýsingum um starfið.
Starfsmenn, sjálfboðaliðar, velunnarar og fleiri hafa í gegnum árin sest niður og sagt frá sinni reynslu af því að vinna fyrir ABC barnhjálp.