ABC og Síminn PAY taka höndum saman og safna fyrir tölvum - ABC barnahjálp

ABC og Síminn PAY taka höndum saman og safna fyrir tölvum

Við viljum taka þátt í nýjungum og ákváðum því að slá til þegar haft var sambandi við okkur frá Símanum og okkur boðið að vera með í nýrri viðbót hjá þeim í appi sem heitir Síminn Pay. En Pay er greiðslulausn frá Símanum og er í boði fyrir alla. Appið virkar fyrir öll fjarskiptafyrirtæki og banka, og virkar því fyrir öll íslensk debetkort og kreditkort.  Appið virkar hjá fjölmörgum söluaðilum um allt land og hentar vel fyrir þá sem vilja hafa allt á einum stað.

Nýjasta viðbótin eru góðargerðamál en það er einfalt og öruggt að styrkja ABC barnahjálp í gegnum Síminn Pay og mun öll upphæðin skila sér til ABC barnahjálpar.

Nú erum við að safna fyrir tölvum fyrir nemendur í skólanum okkar í Bangladess og hvetjum við alla til að sækja sér þetta app og skoða fleiri möguleika þar. Appið er hægt að nálgast í síma og spjaldtölvur.

Á myndunum hér að neðan sést hvernig hægt er að stykja ABC í gegnum þetta app.




Skildu eftir svar