Að verða maður með mönnum - ABC barnahjálp

Að verða maður með mönnum

Ég heiti Muguzi Henry og fæddist 2 mánuðum fyrir tímann. Faðir minn dó fyrir fæðingu mína og móðir mín ekki löngu eftir. Ættingjar mínir skeyttu engu um mig og sögðu mér ávallt hversu verðlaus ég væri sem munaðarleysingi.

Amma mín sá um mig þangað til hún féll frá, og eftir það þá hjálpaði ættingi minn mér með því skilyrði að ég myndi ala svínin hans upp. Ungur að aldri þá tók frændi minn mig að og byrjaði ég að vinna í garðinum hans, en sú vinna tók verulega á mig og heilsu minni hrakaði.

Þegar ég var 6 ára þá dó sá frændi líka og ættingjarnir sem komu í jarðarförina tóku allt sem óx í garðinum með sér heim, svo ég átti ekkert fyrir sjálfan mig. Ég grátbað um hjálp, en enga fékk ég. Vonarlítill kraup ég niður og grét. Eftir einhverja stund þá virtist ein frænkan þekkja mig úr fjarska, kom upp að mér og spurði hvort ég væri Muguzi Herny, ég játaði því og sagði henni mína sorgarsögu. Að sögu lokinni brosti hún breitt og sagðist endilega vilja hjálpa mér, þrátt fyrir fjárhagserfiðleika sína, ásamt því að eiga fjölmörg börn fyrir. Þar sem ég var sex ára þá þurfti ég á skólagöngu að halda, en því miður gat hún ekki orðið við þeirri beiðni, hin börnin voru skiljanlega í forgangi. Þegar hún heyrði af því að boðið væri upp á styrki til munaðarleysingja að stunda skóla ABC þá lét hún mig strax vita, þar sem þetta væri það eina sem hún gæti boðið mér upp á vegna fjárhagserfiðleika sinna. Við ætluðum svo sannarlega að nýta þá hjálp a.m.k. þangað til ég kláraði 7. Bekk, og ég gæti orðið leigubílstjóri.

Þegar leið á skólagönguna þá fann ég hvernig Guð hjálpaði mér að standa mig vel og ég hætti að vera byrði fyrir frænku mína og hennar fjölskyldu ásamt því að takast að heilla skólameistara ABC skólans, Trudy Odida, þegar í sjötta bekk var komið. Ég var í skýjunum með það því hún kenndi mér svo margt um lífið, meðal annars að vera þakklátur fyrir allt það sem mér var gefið. Í hvert skipti sem veikindi skutu upp kollinum þá sá Mamma Trudy um allan lækniskostnað, án þess að vita hversu leiðinlegt það væri fyrir frænku mína því ekki fengu hennar börn sömu meðferð.

Svo óánægð varð frænka mín með þá athygli og gjafir sem ég fékk frá Mömmu Trudy að hún ákvað að yfirgefa mig. Hún pakkaði inn teppi, fötum, dýnu og öllu því sem ég hafði fengið gefins frá Tudy og seldi það, hellti sér svo yfir mig í bræði sinni og sagði mér að hunskast í burtu og koma ekki aftur.

Ég fór út á vinnumarkaðinn og fékk að leigja lítið herbergi með góðum vini mínum, sem fll svo frá. Ég var við það að gefast upp þar sem ég hafði enga leið til að borga leiguna en þá hringdi leigusalinn og bauð mér að vera áfram í herberginu gjaldlaust. Ég þáði það og dvaldi þar í átta mánuði.

Ég endurtók setninguna “Guð, ég veit að þú elskar mig enn”. Mamma Trudy kenndi mér einmitt að allt hefði ástæðu. Hún kenndi mér líka að taka einn dag í einu því hún vissi að minn dagur myndi koma.

Ég fékk góðar einkunnir í lokaprófunum og fæ nú hjálp með framhaldsmenntun mína algjörlega mér að kostnaðarlausu. Nú hef ég allt sem ég þarf þökk sé ABC. Það hefur verið erfitt að vera munaðarlaus en með því að gefast ekki upp og leggja hart að mér þá hófst þetta. Núna fæ ég mikla ánægju með að hjálpa öðru fólki. Ég hef líka lært að fyrirgefa þeim sem yfirgáfu mig þar sem ég veit að þau þurftu líka á hjálp að halda. Ég, Muguzi Herny, stefni á að hjálpa öllum þeim sem hafa átt það erfitt eins og ég og ég þakka Guði fyrir allt það fólk sem stóð mér næst.

Muguzi Herny