Ætlar í BA nám - ABC barnahjálp

Ætlar í BA nám

alt

Nazia Saeed er fyrrum nemandi í ABC skólanum í Farooqabad.

Það var einmitt í þeirri borg sem ABC barnahjálp hóf starf sitt í Pakistan árið 2005. Hún ólst upp við aðstæður sem flest okkar eiga erfitt með að skilja. Nazia bjó í þorpi þar sem enginn skóli var til staðar og hún þurfti að ferðast langa og hættulega leið til að komast í einn slíkan. Móðir hennar er ekkja og sá um alls sjö börn. Hún gat ómögulega staðið straum af kostnaðinum við að senda börnin sín í skóla.

alt

Í einni af heimsóknum sínum í fátæk þorp komst starfsmaður ABC í Pakistan að þessum aðstæðum hjá Naziu og fjölskyldu hennar. Svo fór að Nazia fékk inngöngu í skólann í Farooqabad og hún kláraði 10. bekk með sóma. Í dag hefur hún lokið tveggja ára námi í menntaskóla. Sem stendur vinnur hún á skrifstofu endurskoðanda í Machike heimavistarskólanum sem er einnig starfræktur af ABC barnahjálp. Hún hefur í hyggju að fara lengra í námi sínu og ljúka BA gráðu.