Þegar þorsti sækir að okkur Íslendingum röltum við að næsta krana og fáum okkur hreint og kalt vatn. Við þvoum á okkur hendurnar með sápu og hreinu vatni og förum reglulega í sturtu eða leggjumst í heitt bað.
En gerum við okkur í raun og veru grein fyrir þeim lífsgæðum sem við búum við hér á landi? Kunnum við að meta vatnið okkar?
Alþjóðlegur dagur vatnsins er árlegur viðburður Sameinuðu Þjóðanna og í ár er lögð sérstök áhersla á það að kunna að meta vatnið okkar. Því vatn er ekki einungis lífsnauðsynlegt manneskjum, heldur er það drifkraftur fyrir framleiðslu og efnahag að svo mörgu leyti. Þetta málefni er afar mikilvægt í ljósi heimsfaraldursins sem núna geisar, en handþvottur og almennt hreinlæti er eitt sterkasta vopnið sem mannkynið hefur gegn Covid-19.
Sjötta heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna er að tryggja öllum aðgang að vatni og hreinlætisaðstöðu, eigi síðar en árið 2030. Við hjá ABC barnahjálp leggjum okkar lóð á vogarskálina með því að nota hluta af ágóða Nytjamarkaðarins til að grafa nýjan brunn við skólann okkar í Pakistan. Brunnurinn er tilbúinn og mælingar á vatninu komu vel út svo það er hreint og drykkjarhæft. Nýi brunnurinn nú tengdur við vatnskæli sem bætir aðgengi barnanna að hreinu og köldu vatni.
Í tilefni dagsins hvetjum alla til að beina sjónum sínum að mikilvægi þess að hafa aðgang að hreinu vatni og mannsæmandi hreinlætisaðstöðu. Sýnum samstöðu í verki og breiðum út boðskapinn hér á samfélagsmiðlunum #WorldWaterDay.
https://www.un.is/heimsmarkmidin/vatn/
https://www.daysoftheyear.com/days/world-water-day/
https://www.worldwaterday.org/