Andlit Afríku - ABC barnahjálp

Andlit Afríku

Bókin Andlit Afríku Hringfarinn – einn á hjóli í Afríku er gjöf frá Hring­far­an­um, styrkt­ar­sjóði til ABC barnahjálpar og verður bókin til sölu á skrifstofu okkar á 7.900 kr. Allt sölu­and­virði bók­ar­inn­ar renn­ur óskert til ABC barnahjálpar.

Hring­far­inn Kristján Gísla­son fór á mótor­hjóli sínu nið­ur Afr­íku árið 2019 og hjól­aði 17.411 kíló­metra. Á leið­inni upp­lifði hann marg­vís­leg æv­in­týri sem hann ger­ir góð skil í máli og mynd­um.

“Nú liggur leið Hringfarans, Kristjáns Gíslasonar til Afríku. Þar segir m.a. af byltingum og eymd, frumbyggjum, górillum og óbærilegum hita en líka brosandi, ógleymanlegum andlitum Afríku. Fallegar ljósmyndir fylgja frásögninni og QR-kóðar fyrir mögnuð myndbrot. Frískandi og lifandi ferðasaga. Öll innkoma rennur til góðgerðarmála.” Leið­bein­ing­ar um notk­un á QR kóð­um má sjá í með­fylgj­andi mynd­skeiði á vef­síðu.
“QR kóðar eru nýlunda í íslenskum bókum en með því að skanna kóðann með GSM síma (bera myndavélina yfir kóðann) þá opnast stutt myndband sem fjallar um það viðfangsefni sem er til umfjöllunar. Í bókinni Andlit Afríku eru 35 slíkir kóðar. Þetta bætir miklu við frásögnina – upplifun og skilningur lesandans verður miklu meiri fyrir vikið.”

“Aldrei hætta að þora”

Einn daginn var Kristjáni boðið að fara i mótorhjólaferð með góðvini sínum um Vestfirðina. Þetta var hans fyrsta mótorhjólaferð og vissi ekki við hverju hann átti að búast. Hann heillaðist að upplifuninni við þennan ferðamáta, allt frelsið sem því fylgdi og að sjá nærumhverfið í öðru ljósi. Hann heillaðist í raun svo mikið að tveimur árum síðar, 58 ára gamall, er hann lagður af stað í kringum hnöttinn á mótorhjóli með myndavél og opinn huga. Á 10 mánuðum upplifði hann frá fyrstu hendi hvernig fólk lifir víðsvegar um heiminn og fékk að sjá heiminn i nýju ljósi. Gísli, pabbi Kristjáns

„Andlit Afríku er mögnuð bók og ég stend mig að því að fletta bókinni aftur og aftur, dett aftan á mótorhjólið hjá Kristjáni og inn í frásögnina. Þetta er holl lesning og eftir situr þakklæti og umhugsun um öll þau lífsgæði sem við búum við hér á Íslandi.“ Ragga Gísla

“Það er ljúf upplifun að fylgja Kristjáni á þessu ferðalagi. Einlæg nálgun og frásögn hans af framandi slóðum og menningu er bæði fræðandi og falleg”. Sóli Hólm

„Mér fannst svo gaman að fara í ferðalag úr rúminu mínu til Afríku. Öll þessi andlit gerðu mig svo glaða. Það er ekki öllum gefið að geta ferðast um heiminn og hitta svona marga og gott til þess að vita að þeir sem það geta, deili gleðinni með öðrum. Mæli með – allur ágóði fer til góðra mála!“ Saga Garðars

„Ég hélt að besta leiðin til að skoða heiminn væri með myndavél en sé núna að mótorhjólið var það sem vantaði. Kristján kemst ekki bara yfir gríðarlega stórt landsvæði, og króka og kima heimsálfu sem fáir jarðarbúar fá að berja augum, heldur kemst hann í nánd við fólkið sem býr þar. Með sinni tengingu við þennan ólíka menningarheim nær Kristján að sýna okkur hinum, sem ólíklega gerumst svo þorin að leika þetta ferðalag eftir, hversu spennandi heimurinn er ef við þorum að bregða út af sporinu.“ Snorri Björns
Skildu eftir svar