Við óskum ykkur gleðilegs nýs árs um leið og við þökkum fyrir það liðna.
Við erum uppfull af þakklæti er við horfum til baka yfir þau 33 ár sem ABC barnahjálp hefur starfað og hversu stórkostlega hluti hægt er að gera fyrir börnin okkar í Afríku og Asíu fyrir ykkar stuðning.
Það er hreinlega ómetanlegt fyrir líf þessara barna. Svo enn og aftur segjum við takk og hlökkum við til að starfa áfram með ykkur um ókomin ár.