Aðfangadagskvöld nálgast óðfluga en það er ekki of seint að kaupa síðustu jólagjöfina.
Gefðu gjöf sem skiptir máli fyrir nemendur í ABC skólunum í Afríku og Asíu.
Gaman er að gefa mömmu gjafabréf fyrir moskítóneti í Búrkína Fasó eða frænda gjöf fyrir skólabúningum í Kenía og í nafni pabba er hægt að styrkja heilsugæsluna í Pakistan þar sem við borgum lækni fyrir að koma einu sinni í mánuði með lyf fyrir nemendur okkar.
Öll gjafabréfin skipta máli og hjálpa börnunum sem við Íslendingar erum að styrkja. Hér má sjá þau gjafabréf sem hægt er að kaupa til að styrkja við starfið okkar í ABC barnahjálp.
Kærleikssjóður Miriam í Úganda 5.000 kr.
Heilsugæsla í Pakistan 10.000 kr.
Álfabikar fyrir stúlkur 1.500 kr.
Vefverslunin okkar er opin allan sólarhringinn og þarf finnur þú öll gjafabréfin og skemmtilegar sögur af vettvangi. Smelltu hér til að kaupa gjafabréf.