Börn hjálpa börnum - ABC barnahjálp

Börn hjálpa börnum

Á vormánuðum héldum við hina árlegu söfnun Börn hjálpa börnum. Hún fer þannig fram að börn, oftast í 5. bekk, í hinum ýmsu grunnskólum landsins ganga um sitt hverfi með bauka og bjóða fólki að styrkja starfið.

Í ár tóku 56 skólar þátt, og 1.653 nemendur. Þessir krakkar stóðu sig alveg frábærlega og erum við þeim afskaplega þakklát. Eins viljum við þakka stjórnendum skólanna, sem flestir eru að taka þátt ár eftir ár.

Nú í ár söfnuðust 6.510.517 kr til styrktar starfinu og mun sú fjárhæð fara í áframhaldandi uppbyggingu á starfsemi ABC í Afríku og Asíu. Nú þegar höfum við keypt reiknivélar og skriffæri fyrir nemendur skólans í Pakistan og endurbætur standa yfir á vatnsbrunni og skólabyggingu í Indlandi.

Við fengum sendar myndir af nemendum nokkurra skólanna sem tóku þátt og hvetjum ykkur til að skoða myndirnar af þessum frábæru krökkum sem við erum svo stolt af.
Skildu eftir svar