Bylting að fá gleraugu! - ABC barnahjálp

Bylting að fá gleraugu!

Forsenda þess að geta lesið er að hafa góða sjón. Þess vegna eru öll börnin sjónprófuð í skólunum okkar á Filippseyjum sem ABC rekur í samstarfi við Children´s Mission. Þann 19. júlí sl. nutum við aðstoðar sjónglerafræðingsins Teresitu Rigo Angeles sem mældi sjón barnanna. Það var algjör bylting fyrir mörg barnanna að fá gleraugu og sjá heiminn! Eins og sjá má á myndunum voru þau bæði glöð og þakklát.