Við fylgjumst náið með hvernig staðan er og að skólastjórnendur fylgi fyrirmælum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO og yfirvalda í hverju landi.
Við segjum stolt frá því að allir nemendur og starfsfólk allra skólanna okkar hafa fengið kennslu og fyrirmæli varðandi handþvott með vatni og sápu og þrifum á umhverfi sínu. Ekkert staðfest smit né grunur um smit er á meðal starfsmanna né barna og fjölskyldumeðlima í skólunum okkar.
En staðan er ekki góð á þessum skrítnu tímum og það er ekki síður mikilvægt verkefni skólastjórnenda að ræða við krakkana og gefa þeim leiðbeiningar sem þau geta farið með heim í sitt nærumhverfi þar sem mörg barnanna eiga foreldra sem eru hvorki læs né skrifandi og fá enga fræðslu nema þá fræðslu sem börnin koma með frá skólunum.
Nokkrum skólum hefur verið lokað tímabundið og sumstaðar hafa börn verið send heim úr heimavist. Þó hafa sumir skólastjórnendur tekið á það ráð að hafa opna heimavist fyrir þau börn sem þar búa þar sem hún er öruggari kostur en heimili þeirra.
Við fengum sendar þessar myndir frá nokkurm af skólunum okkar þar sem sjá má nemendur og starfsfólk fá kennslu og fræðslu varðandi hreinlæti tengt Covid19.