Á dögunum fengum við þessar myndir af daglega lífinu í Rasta skólanum í Pakistan.
Kennarar fóru á námskeið sem haldið var af Mr. Abdur Rehamn og fjallaði um skipulagningu kennslu, nemendur í 10. bekk eru að undirbúa sig fyrir próf, fengu nemendur nýja skólabúninga, skó og skólatöskur.
Kíkt var inn í kennslustund, á leikvöllinn og í morgunbænina – en þrátt fyrir að 95-98% pakistana séu Múslimar er Rasta skólinn rekinn á kristnum gildum.
Við þökkum ykkur stuðningsaðilum, fyrir að gera okkur kleift að hjálpa þessum börnum að eignast vonarríka framtíð – að geta gefið þeim tækifæri á menntun og betra lífi.