fbpx
200x200

Maðurinn í miðjunni er Daniel G. Calaor, fyrrverandi stuðningsbarn á Filippseyjum. Hann miðlar til okkar sinni dýrmætu innsýn og hinum einstaka árangri sínum.

Áður fyrr dreymdi hann bara um að ljúka námi og nú hefur hann lokið náminu með frábærum árangri. Hann lauk BS námi í endurskoðun með hæstu einkunn í apríl 2018 og  stóðst einnig próf sem Löggiltur endurskoðandi í október síðastliðnum.

Hann segir að ABC í gegnum Children´s Mission Filippseyjum hafi ekki aðeins greitt fyrir hann skólagjöldin og uppihaldskostnað, heldur líka aðstoðað hann utan þeirra eigin starfsemi. Samtökin styrktu hann til að fara í sumarbúðir fyrir ungmenni, sem kenndi honum að vinna í hóp, að þroska hæfileika sína og samskipti við aðra. Hópvinnan með ungmennunum kenndi honum um samskipti við önnur ungmenni. Þarna var haldið andlegt námskeið, sem efldi trú hans og styrkti hann í trúnni á Guð, hann lærði líka margt annað og tók þátt í ýmsum verkefnum, sem snertu ýmsar hliðar lífs hans.

Hann er einn þeirra, sem sanna að fátækt þarf ekki að vera hindrun í að klára námið og uppfylla drauma sína. Hann sagði “Ég verð að segja að mistök eru ekki andstæða árangurs, heldur hluti af ferlinu, þú getur aldrei náð árangri ef þú hefur ekki upplifað mistök. Það er ekki slæmt að að fallast hendur og detta, svo fremi sem þú hefur hugrekki til að standa upp og ljúka því, sem þú byrjaðir á.“

Skildu eftir svar