Draumar ABC nemenda - ABC barnahjálp

Draumar ABC nemenda

alt

Inga Eiríksdóttir starfaði sem sjálfboðaliði á vegum ABC barnahjálpar í Úganda sumarið 2015. Í fyrsta tölublaði tímarits ABC skrifaði hún „ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að geta eytt síðastliðnu sumri sem sjálfboðaliði hjá ABC í Úganda. Það var hreint út sagt frábær lífsreynsla.“

Hún fékk marga nemendur í ABC skólunum til að skrifa niður á blað hvers þau óska sér í lífinu og gaman er að rifja upp hvað nokkur börnin skrifuðu.

„ég heiti Kirumira Dissan. Ef ég vex úr grasi vil ég verða flugmaður því þeir fá mikla peninga og ég stend mig best í stærðfræði og félagsfræði. Ég les mikið svo ég fái góðar einkunnir í öllum fögunum og ég vil ferðast til annarra landa. Ég vil vita meira um flugvélar og ég mun fara vel með þekkinguna“.

alt

„ég heiti Nampiima Catherine. Ég er í sjöunda bekk og ég er hrifnust af félagsfræði og ef ég vex úr grasi og klára framhaldsskólann vil ég verða flugmaður. Ástæðan fyrir því er að flugmenn fara frá einu landi til annars og fá heilmikla peninga fyrir það.

alt

„Ég heiti Lukwago Shafic. Ég er nemandi í ABC skólanum. Að námi loknu vil ég verða skurðlæknir því ég hef meiri áhuga á vísindum en öðrum greinum. Þegar ég fer í framhaldsnám lofa ég að standa mig vel í líffræði og eðlisfræði svo ég verði farsæll í lífinu. Ég hef áhuga á vísindum því ég hef gaman að því að sjá lækna bjarga sjúklingum og ég trúi því að ég muni gera það.

alt

Þökk sé stuðningi til náms eru þessum börnum allir vegir færir. Allar líkur eru á því að innan fárra ára verði tveir flugmenn og einn skurðlæknir að greina frá reynslu sinni sem nemendur í ABC skólunum og árétta mikilvægi þess að allir hafi aðgang að menntun.

Meðfylgjandi er hlekkur á rafræna útgáfu fyrsta tímaritsins en þar má lesa pistil Ingu í heild sinni ásamt fleiri draumum nemenda í skólum ABC.

Tímarit ABC barnahjálpar # 1