"Ég á mér draum" - ABC barnahjálp

"Ég á mér draum"

"Ég á mér draum"

Þegar börn alast upp í sárri fátækt og þekkja ekkert annað er ekki skrítið að velta því fyrir sér hvort þau á annað borð láti sig dreyma.

Starfsfólk okkar í Úganda spurði nemendur nokkurra spurninga á þessa leið. Það sem vekur athygli er hve mikill vilji er fyrir hendi hjá börnunum að láta gott af sér leiða og hjálpa öðrum að uppfylla drauma sína.

Nalubega Moureen vill verða endurskoðandi í framtíðinni. Spurð hvað hún vilji gera í framtíðinni nái hún því markmiði segir hún eftirfarandi:

“Ég vil finna mér starf og byrja að vinna. Ég vil svo festa kaup á landi og byggja eigið hús. Ég vil svo hjálpa þeim sem eiga erfitt uppdráttar að eltast við drauma sína og hjálpa foreldrum mínum”.

Nantale Martha vill verða dansari og tónlistarmaður. Nái hún því markmiði vill hún gera eftirfarandi:

“Hjálpa fötluðu fólki. Skemmta fólki. Búa til búninga. Koma af stað samtökum sem hjálpa börnum að komast í skóla. Byggja eigin íbúð. Giftast breskum manni. Stofna munaðarleysingjahæli”.

Nakkazi Viola vill verða læknir. Nái hún því markmiði vill hún gera eftirfarandi:

“Ég vil byggja spítala og hugsa um sjúklinga. Ég vil byggja mitt eigið hús. Ég vil byggja hús fyrir foreldra mína. Ég vil borga skólagjöldin fyrir systkini mín. Ég vil stofna munaðarleysingjahæli. Svo vil ég ferðast til annarra landa”.

Stuðningsaðilar eiga stóran þátt í því að börnin geti á annað borð leyft sér að dreyma. Viljinn til að hjálpa kemur frá því að vera hjálpað.

Stuðningur ykkar skiptir öllu.