Nýjasta tölublað ABC er komið út.
Meðal efnis er viðtal við nýjan framkvæmdastjóra ABC, Laufeyju Birgisdóttur, sem hefur ferðast til Kenýa og Búrkína Fasó og fengið að kynnast starfi ABC þar í landi. Að auki er farið ítarlega yfir söfnunarátakið “Börn hjálpa börnum” þar sem 84 grunnskólar á Íslandi tóku þátt, og meðal annars spjallað við Helga Árnason, skólastjóra Rimaskóla, um þátttöku þeirra í söfnuninni. Tekið var viðtal við sjálfboðaliðann, Einar Rúnar Einarsson, sem hélt til ABC skólans í Búrkína Fasó og upplifði þar gamlan draum um að koma að hjálparstarfi. Ásamt fleiru.
Þetta er fjórða tölublað tímarits ABC og hægt er að skoða þau öll í rafrænu formi með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.