Hjá ABC barnahjálp er hægt að styðja börn til náms en einnig er hægt að greiða mánaðarlega upphæð að eigin vali í Neyðarsjóð og Rekstrasjóð.
Neyðarsjóður er nýttur t.d. til að styrkja börn sem ekki hafa stuðningsaðila og fyrir neyðaraðstoð, t.d. höfum við hjálpað til eftir flóð á Filippseyjum, sent matargjafir í erfiðum aðstæðum á síðustu 2 árum og lagað vegg sem hrundi í kringum skólann á Indlandi.
Rekstrasjóður nýtist m.a. til að greiða rekstur skrifstofunnar en markmið ABC barnahjálpar er að senda allan stuðning sem merktur er börnunum óskertan til skólans í hverju landi fyrir sig og fer því ekkert af þeirri upphæð í rekstur skrifstofunnar.
Það eru því ýmsar leiðir til að standa við bakið á ABC barnahjálp með mánaðarlegum greiðslum.
Smelltu hér til að styðja barn
Smelltu hér til að styðja ABC í Neyðarsjóð eða Rekstrasjóð.