Nemendur ABC skólans í Nairobi í Kenýa halda áfram að gera frábæra hluti í hinni árlegu keppni Kenya Music Festivals. Þeir eru fulltrúar Nairobi fylkis í landskeppninni og eru komnir í lokakeppnina. Í gær báru þeir sigur úr býtum í enn einni greininni og var hún haldin á leikvangi í Nairobi, Safaricom Stadium, sem tekur allt að 60.000 manns í sæti.
Í dag halda þau áfram og munu keppa í enn fleiri greinum og við sendum þeim jákvæða strauma.
Sannarlega glæsilegur hópur hér á ferð