Fréttir af starfi í Bangladess - ABC barnahjálp

Fréttir af starfi í Bangladess

Ástandið sem ríkir nú á heimsvísu hefur haft mikil áhrif á skólastarfsemi ABC. Í Bangladess hafa stjórnvöld framlengt samkomubann fram í miðjan apríl en þar eins og víða hefur það haft gríðarlega mikil áhrif á skólastarf. Heimili Friðar skóla ABC í Bagnladess var lokað í tvær vikur í mars og hluti nemenda sendir heim. Margir aðstandendur barnanna búa í afskiptum dreifbýlisbyggðum og þurftu því að um langan veg að fara til að sækja börnin sín með tilheyrandi kostnaði sem fæstir eru aflögufærir um.

Aðstæður í Bangladess eru erfiðar þar er mikil fátækt og aðgangur að hreinu vatni og heilbrigðisþjónustu eru verulega ábótavant.

Starfsmenn skólans gera það sem í þeirra valdi stendur að bregðast við ástandinu. Hluti nemenda skólans hafa snúið heim en í skólanum dvelja nú 249 nemendur þar sem gripið hefur verið til eftirfarandi aðgerða til varnar smiti:

  • Heimsóknir utanaðkomandi hafa verið bannaðar. Ef til neyðartilfella kemur þurfa allir sem koma inn á skólalóðina að gæta varúðar, sótthreinsa sig og setja upp hanska og grímur.
  • Allt starfsfólk skólans fylgir sóttvarnaráætlun stjórnvalda og tryggja að nemendur skólans geri slíkt hið sama.
  • Allir nemendur hafa eigin sápu til afnota og aðgang að hreinu vatni.
  • Klórhreinsuðu vatni er sprautað um svæðið.

Starfsfólk skólans reynir eftir fremsta megni að halda daglegum venjum nemenda með góðri blöndu af heimanámi og afþreyingu. Verulega reynir á í þessu ástandi en allir leggja sig fram við að gera sitt besta.




Skildu eftir svar