Gámur til Búrkína Fasó - ABC barnahjálp

Gámur til Búrkína Fasó

Vorið 2020 keyptum við 40 feta gám sem fylltur var af húsgögnum og fatnaði sem Nytjamarkaðurinn safnað saman en bæði einstaklingar og fyrirtæki gáfu einnig gjafir sem fóru með. Þar á meðal voru reiðhjól, íþróttafatnaður og íþróttavarningur, heilt bretti af nýjum skóm, fatnaður, efni fyrir saumastofuna, verkfæri og garðyrkjuáhöld, vatnsdælur, tölvuskjáir og hljóðfæri.

Gámurinn var sendur af stað frá Íslandi í janúar og var kominn á áfangastað í Búrkína Fasó þann 4. maí við mikinn fögnuð og gleði bæði barna og fullorðina.

Hér má sjá nokkrar myndir frá því að við vorum að fylla gáminn á Íslandi og svo þegar hann var tæmdur í Búrkína Fasó .




Skildu eftir svar