Gefðu tækifæri - ABC barnahjálp

Gefðu tækifæri

alt

Börnin sem fara í nám í ABC skólunum í stuðningslöndum okkar fæddust inn í fátækt. Það sem þau þurfa er tækifæri. Fátæk börn eiga líka að fara í skóla. Án menntunar er ekki hægt að vinna sig upp úr fátækt. Börnin ráða því ekki hvar þau fæðast en ef þau fá tækifæri í lífinu standa þau jafnfætis þeim sem fæðast ekki inn í fátækt.

Stórkostlegir hlutir gerast þegar börn fá tækifæri. Eitt af stuðningsbörnum okkar, Kevin Bahati frá Kenýa, hefur náð undraverðum árangri sem Gospel söngvari og öðlast heimsfrægð. Hann kom úr sárri fátækt og átti í engin hús að venda þegar hann komst inn í ABC skólann í Star of Hope í Kenýa.

Mariel Catabay ólst upp á Payatas svæðinu í Manilla á Filippseyjum þar sem allt of margar fjölskyldur sjá sér farborða með því að gramsa í ruslahaugum og reyna að selja varning til að vinna sér inn pening. Mariel starfar í dag sem náms- og starfsráðgjafi.

Shahid Nazir er í dag í læknaþjálfun og hefur lokið námi í tölvuvísindum. Hann ólst upp í Farooqabad í Pakistan og fjölskyldan gat ekki kostað skólagöngu hans en ABC skólinn á svæðinu tók við honum og hann fékk styrk til náms.

                alt  alt

Kevin, Mariel og Shahid eru bara þrjú dæmi. Fyrrum nemendur ABC skólanna skipta tugþúsundum og þeir hafa haldið út í tilveruna að námi loknu með bjartsýni að leiðarljósi. Þeir standa jafnfætis þeim sem hafa fengið tækifæri í fæðingargjöf og það er mikil gjöf.

Grace Nankinyi er ABC nemandi. Hún er af Masaai ættum og er í ABC skólanum í Namelok í Kenýa. Hún vill verða læknir. Hún á fimm systkini og fjölskyldan býr við mikinn skort. Ef hún stundar nám sitt af samvisku er ekkert sem segir að hún muni ekki verða læknir og geta séð fyrir sjálfri sér og hjálpað fjölskyldu sinni að komast á betri kjöl. Hún þarf bara þetta tækifæri.

alt

Fjöldamörg börn eru í sömu stöðu og Kevin, Mariel og Shahid voru og með stuðning er hægt að gefa þeim þetta tækifæri í lífinu. Að gefa tækifæri er gjöf sem ómögulegt er að meta til fjár.