Gjafabréfin eru góð gjöf handa þeim sem eiga allt - ABC barnahjálp

Gjafabréfin eru góð gjöf handa þeim sem eiga allt

alt

Það eru alltaf einhverjir sem eiga mikið en samt viljum við gefa þeim jólagjöf. Þá er gott að hafa í huga Gjafabréf frá ABC barnhjálp. Þar er hægt að festa kaup á máltíð fyrir börn, innlögn fyrir skólavist, kaupa geit og fleira. Gjöfin kemur sér vel fyrir börnin sem þurfa á hjálp að halda.

Svo erum við alltaf með jólakort, stök súkkulaðistykki sem fást innpökkuð og áletraða penna sem fást á skrifstofu ABC.

alt