fbpx
200x200

Á liðnu ári fagnaði ABC barnahjálp 35. starfsári sínu. Í tilefni þess fóru þeir Hjalti Skaale Glúmsson framkvæmdastjóri ABC og Óskar Steinar Jónsson verslunarstjóri Nytjamakaðanna m.a. á Austurland fyrr í vetur til að kynna starfsemi ABC og fagna afmælinu með velunnurum okkar þar. Áttu þeir góða kvöldstund í Eskifjarðarkirkju ásamt því að þeir heimsóttu nemendur í Verkmenntaskóla Austurlands og Menntaskólanum á Egilsstöðum.

Einnig áttu þeir góðan fund með Gunnþóri Ingvasyni, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar, og kynntu fyrir honum starfsemi ABC barnahjálpar. Í kjölfarið á þeim fundi ákvað Síldarvinnslan að styrkja starfið rausnarlega og erum við þeim mjög þakklát fyrir þá gjöf. Mun hún nýtast starfinu vel og hjálpa börnunum að eignast betra líf. Takk fyrir okkur Síldarvinnslan!

Skildu eftir svar