Við hjá ABC barnahjálp viljum óska ykkur gleðilegrar jólahátíðar og friðar á nýju ári. Með dyggum og ómetanlegum stuðningi frá stuðningsaðilum okkar hefur ABC verið kleift að starfa ár eftir ár og staðið trúföst að baki þúsundum barna og gefið þeim tækifæri til að mennta sig. Við þökkum samfylgdina og stuðninginn á liðnu ári og biðjum Guð að blessa ykkur.
Skrifstofan og Nytjamarkaðurinn verða lokuð yfir hátíðarnar. Við tökum vel á móti ykkur þann 2. janúar á nýju ári.
Kærar jólakveðjur, stjórn, starfsmenn og sjálfboðaliðar ABC barnahjálp.