Glimrandi gott góðgerðakaffi - ABC barnahjálp

Glimrandi gott góðgerðakaffi

Það var mikil gleði í sal Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri síðastliðinn laugardag þegar velunnarar ABC komu saman í góðgerðarkaffi sem var haldið til styrktar stúlkna- og drengjaheimili ABC í Búrkína Fasó.

Markmiðið var að safna 200.000 krónum fyrir nýjum kojum á drengjaheimilinu sem náðist og rúmlega það því alls söfnuðust 250.000 krónur. Upphæðin dugar vel fyrir kojunum og laun fyrir starfsmann í heilt ár að auki.

Hjónin Hinrík og Gullý, sem stýrt hafa starfinu frá upphafi, ásamt Kadí, frá Búrkína Fasó, framkvæmdastjóra, sögðu frá lífi og starfi skólans í máli og myndum.

Gospelraddir Akureyrar og Anna Júlíana Þórólfsdóttir sungu nokkur lög við undirleik Risto Laur.

Góðgerðarkaffið fékk góðan stuðning frá bakaríum bæjarins sem lögðu til dýrindis tertur og bakkelsi sem rann ljúflega niður í gestina.

Dagurinn heppnaðist frábærlega og er ABC þakklátt öllum sem lögðu hönd á plóg.

Þeir sem komust ekki  á viðburðinn, en vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning: Banki: 0537-26-6906 kt. 690688-1589. Frjáls framlög og allur ágóði rennur óskiptur í uppbyggingu á heimavist skólans.

Viðtal við Jóhönnu Norðfjörð og Harald Pálsson á N4 um verkefnið í Búrkínó Fasó má sjá hér. 
Skildu eftir svar