Indland - staðan í faraldrinum - ABC barnahjálp

Indland – staðan í faraldrinum

Á Indlandi er staðan af völdum Covid-19 mjög slæm. Skólinn okkar er í suðurhluta Indlands og hefur faraldurinn komið inn á það svæði með fullum þunga eins og annarstaðar á Indlandi og er mikill skortur á súrefni og gjörgæslurými.

ABC barnahjálp hefur reynt að leggja sitt af mörkum og höfum við sent út peninga fyrir matargjöfum handa aðstandendum nemenda í skólanum okkar en einnig aðstoðað fátækar fjölskyldur og ekkjur sjómanna sem vinna nálægt skólanum.  Áður en ástandið varð svona slæmt höfðu þessir sjómenn stutt skólann dyggilega með því að gefa þeim fisk og selja þeim hann ódýrt. Það er því gjöf að fá að hjálpa þeim til baka.

Þeir foreldrar barnanna okkar sem hafa misst vinnuna í Covid hafa fengið auka aðstoð og höfum við létt undir með þeim með því að gefa þeim góða matarpakka og hreinlætisvörur. Börnin okkar og fjölskyldur þeirra tilheyra þeim hópi sem eru að fara hvað verst út úr þessum faraldri. Sjaldan hefur verið jafn brýn þörf fyrir aðstoð og núna.
Skildu eftir svar