fbpx

Jólagjafasjóður ABC barnahjálpar

Kæru stuðningsaðilar,

Við hjá ABC barnahjálp viljum þakka ykkur ómetanlegan stuðning við starf ABC barnahjálpar í Afríku og Asíu. Með ykkar hjálp og annarra velunnara styður ABC þúsundir barna til náms.

Nemendur fara bráðlega í jólafrí og fá þá stuðningsaðilar kort frá þeim. Við viljum benda á að velkomið er að senda börnunum jólakort og gott að fara að huga að því fljótlega.

ABC er með sameiginlegan jólagjafasjóð til að öll börn í skólunum fá eins jólagjöf frá Íslandi.

Búið er að senda valkröfu í heimabanka allra stuðningsaðila og fer upphæðin eingöngu í jólapakka og jólahátíð til að gera börnunum dagamun í tilefni jólanna. Við vonum að sem flestir sjái sér fært að greiða þessa kröfu.

Viljir þú gefa aðra upphæð en er á kröfunni er reikningsnúmer jólagjafasjóðsins 0537-26-6906 kt: 690688-1589. Vinsamlega setjið skýringuna Jól við færsluna.

Kær kveðja,

Starfsfólk ABC barnahjálpar.

Þú getur styrkt barn með mánaðarlegum greiðslum.