fbpx

FAQ - Algengar spurning og svör

Hvað kostar að styðja barn?

Að styðja barn í dagskóla, veita því skólabúning, máltíð daglega og kennslu kostar 3.800 krónur á mánuði. Að styðja barn sem býr á heimavist og fær því skólabúning, húsnæði, fleiri máltíðir, heilsugæslu og kennslu kostar 5.800 krónur á mánuði.

Hvað kostar að styðja barn?

Nemendur eru mislengi í námi, flestir nemendur geta klárað sitt nám og útskrifast. Stundum þurfa nemendur að hætta vegna aðstæðna heima fyrir eða af öðrum persónulegum ástæðum. Stuðningur getur því varið frá nokkrum mánuðum upp í 15 ár.

Hvað felst í því að styðja barn?

Þú veitir barni von um betri lífsgæði og möguleika á betra lífi.

Get ég heimsótt styrktarbarnið?

Stuðningsaðilum er frjálst að heimsækja sitt stuðningsbarn. Við getum veitt upplýsingar um staðsetningu skóla barnsins og komið stuðningaðilum í samband við skólastjórnendur á þeim stað sem við á.

Get ég verið í persónulegu sambandi við styrktarbarnið?

Vilji stuðningsaðili senda stuðningsbarni sínu bréf er það sent á vettvangsskrifstofu viðkomandi lands. Heimilsfang er hægt að nálgast með því að hringja á skrifstofu ABC í síma 414-0990 eða senda okkur tölvupóst á abc@abc.is.

Get ég hætt að styðja hvenær sem er?

Já, uppsögn þarf að berast skriflega í tölvupósti eða með bréfpósti og tekur uppsögn þá gildi næsta virka dag.

Hvernig segi ég upp stuðningi?

Þú sendir rafræna uppsögn á netfangið abc@abc.is og við staðfestum til baka móttöku uppsagnar. Einnig er hægt að senda skriflega uppsögn með bréfpósti á heimilisfang ABC barnahjálpar.

Hvaða upplýsingar fæ ég þegar ég byrja að styðja barn?

Við sendum möppu í pósti með grunnupplýsingum um viðkomandi barn, svo sem nafn, fæðingardag, nafn skóla, hvaða bekk nemandi er í, fjölskylduaðstæður og fjölskyldustærð. Einnig er þar mynd af barninu, upplýsingar um landið sem barnið býr í og tengsla upplýsingar. Þessar upplýsingar eru einnig alltaf aðgengilegar inn á “Mín síða”.

Hvaða upplýsingar fæ ég á meðan stuðningi stendur?

Upplýsingar um einkunnir, nýjar myndir og þakkarbréf eru aðgengilegar inn á “Mínar síður”. Jólakort eru send ár hvert með bréfpósti til stuðningsaðila.

Get ég sent styrktarbarni mínu afmælis- og jólagjöf?

Peningagjafir eru lagðar inn á reikning ABC og sér skrifstofan um að koma fjárhæðinni til viðkomadi skóla, sem svo kaupir gjöfina og afhendir barninu. Þú færð svo mynd af barninu með gjöfina ásamt þakkarbréfi. Frekari upplýsingar er hægt að fá með tölvupóst á abc@abc.is eða hringja í 4140990.

Má ég senda styrktarbarninu mínu pakka?

Það er ekki leyfilegt frá og með 1.júlí 2018.

Þú getur styrkt barn með mánaðarlegum greiðslum.