Fjölskyldur barnanna sem ABC barnahjálp styður búa við mikla fátækt, langt undir því sem talist gæti lágmark til almennrar afkomu fólks. Ein geit breytir miklu fyrir þessar fjölskyldur.
Stjórnendur skólanna sem við störfum við þekkja hverjir eru í mestri neyð og kaupa geit fyrir þá.
Geitamjólk er afar næringarrík. Auk þess að gefa af sér mjólk getur geitin eignast kiðlinga sem hægt er að selja og fyrir þær tekjur má til dæmis greiða skólagjöld barnanna.
ABC barnahjálp starfar í sjö löndum en við höfum eingöngu keypt geitur í gegnum skólana okkar í Afríku: Búrkína Fasó, Úganda og Kenýa.
Geitin er gjöf sem breytir miklu.