Jól í skólum ABC - ABC barnahjálp

Jól í skólum ABC

Nemendur ABC skólanna leggja sig mikið fram í námi árið um kring til að bæta framtíðarmöguleika sína en þau fá verðskuldað jólafrí og njóta sín vel.

Þökk sé örlæti styrktarforeldra sem greiða í jólagjafasjóð gefst okkur hjá ABC tækifæri til að gera börnunum dagamun í tilefni hátíðar ljóss og friðar.

Namelok

Á sléttunum í Kenýa er ABC skólinn í Namelok og þar er allt í miklum uppgangi og árið 2017 var mjög viðburðarríkt. Hæst ber að nefna byggingu nýrra skólastofa og heimavista.

Hér má sjá heimamenn undirbúa jólahátíð fyrir nemendur á svæðinu.

Star of Hope

ABC á góðan velunnara í Go Near Ministries samökunum en með þeirra aðstoð var hægt að bjóða nemendum í heimavist upp á gleðilegan dag. Hefðbundin jólahátíð var haldin á aðfanga- og jóladag en á annan í jólum var þeim nemendum sem eiga í engin hús að vernda yfir hátíðarnar boðið upp á viðburðarríkan dag sem fól í sér matarveislu á KFC, heimsókn í skemmtigarð og fleira.

Filippseyjar

Nemendur í gagnfræðiskóla á Filippseyjum héldu mikla jólaveislu og gleðin skein úr augum þeirra. Í veislunni fengu þeir jólagjafir sínar þökk sé styrktarforeldrum ABC.

Við þökkum kærlega fyrir okkur og óskum öllum styrktarforeldrum og velunnurum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári.