Jólagjafasjóðurinn - ABC barnahjálp

Jólagjafasjóðurinn

Nú fer að líða að jólum hjá okkur sem og börnunum okkar í ABC skólunum.

Ár hvert höfum við, með ykkar hjálp, gefið börnunum jólagjafir og gert þeim dagamun sem hefur glatt þau mikið og erum við mjög þakklát fyrir ykkar stuðning.

Send hefur verið valkrafa fyrir jólasjóðinn í heimabanka allra stuðningsaðila ABC barnahjálp sem hægt er að greiða á einfaldan hátt en einnig er hægt að greiða beint inn á jólasjóðsreikning, 0537 – 26 – 6906 og kt. 690688-1589.

Við hvetjum alla sem geta til að taka þátt í þessu með okkur og hjálpa okkur að gleðja börnin smá aukalega á jólunum.

Með fyrirfram þökkum og kærleika, ABC barnahjálp.