Á dögunum var jólagjöfum útdeilt til barnanna í Brick Kiln skólanum í Pakistan, og fjölskyldna þeirra. Fékk hver fjölskylda stóran sekk af hrísgrjónum og matarpoka.
Jólagjafasjóðurinn okkar, sem er til vegna ykkar frábæra framlags, var nýttur til að fjármagna meðal annars þessar gjafir. Við, börnin og starfsmenn erum ykkur ótrúlega þakklát fyrir ykkar framlag.
Við bíðum spennt eftir að fá myndir frá fleiri samtarfsaðilum okkar og munum birta þær er þær berast okkur.