Jólagjafir og Litlu jól - ABC barnahjálp

Jólagjafir og Litlu jól

Í öllum skólum þar sem ABC starfar eru haldin “Litlu jól” þar sem börnin fá gjafir og eitthvað gott til að gæða sér á. Fá öll börnin það sama að gjöf enda er hugmyndin sú að einn fái ekki veglegri gjöf en sá næsti. Það er alla jafna mikið fjör á litlu jólunum, farið í leiki og mikið hlegið! Leikföng, skólavörur, teppi og góðgæti eru á meðal þess sem börnin fá og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum skín gleði og þakklæti úr hverju andliti.

Jólagjafasjóðurinn vekur alltaf gleði á meðal barnanna í skólum ABC. Það er ykkur, kæru stuðningsaðilar og velunnarar, að þakka að hægt er að gefa börnunum jólagjafir fyrir þann pening sem í sjóðinn safnast.

Fyrirkomulagið er þannig að við bjóðum stuðningsaðilum að greiða í jólagjafasjóð og sendum valgreiðsluseðil í heimabanka þeirra að hausti. Þó eru það ekki einungis stuðningsaðilar barnanna sem gefið geta í sjóðinn heldur allir sem vilja og er sjóðurinn með sérstakan reikning sem leggja má inn á (sjá upplýsingar hér að neðan).

Við erum ykkur innilega þakklát fyrir ykkar framlög sem glöddu mörg hjörtun þessi jólin!

Leggja má inn á reikning jólagjafasjóðsins allt árið og hér eru reikningsnúmer og kennitala:

0537-26-6906
690688-1589
Skildu eftir svar