Í öllum skólum þar sem ABC starfar hafa um árabil verið haldin “Litlu jól” þar sem börnin fá gjafir og eitthvað gott til að gæða sér á. Hafa þá öll börnin fengið það sama að gjöf enda er hugmyndin sú að einn fái ekki veglegri gjöf en sá næsti. Vegna ástandsins í heiminum hefur því miður ekki verið möguleiki að halda Litlu jól fyrir börnin í ölum skólunum en fengu þau samt sem áður afhentar jólagjafir fyrir jólin. Leikföng, skólavörur og matvæli eru á meðal þess sem börnin fengu og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum skín gleði og þakklæti úr hverju andliti.