Jólahátíðin í Naíróbí - ABC barnahjálp

Jólahátíðin í Naíróbí

Börnin okkar í Star of Hope skólanum í Naíróbí hafa upplifað mikla gleði nú á Jólahátíðinni. Næg dagskrá hefur verið í boði fyrir börnin, sund, bíó, góður matur, listatími og fleira og fleira. Hér eru nokkrar myndir frá síðustu dögum og eru börnin þakklát ABC Barnahjálp og Barnmissionen fyrir að gera þeim kleift að eiga eftirminnilega hátíð. Börnin finna fyrir þeim kærleika sem kemur frá stuðningsaðilunum. Takk fyrir!