Jólakort og jólakveðja - ABC barnahjálp

Jólakort og jólakveðja

Nú eru jólakortin frá börnunum okkar í Afríku og Asíu farin í póst til stuðningsaðila, ásamt jólakveðju. Jólakortin eru mikilvægur hluti af samskiptum okkar við stuðningsaðilana því það er oft á tíðum eina snertanlega tengingin við stuðningsbarnið og leggjum við mikið upp úr því ár hvert við stjórnendnur á vettvangi að fá jólakort frá öllum börnunum.

Stúlkurnar í Búrkína Fasó höfðu mjög gaman af því að útbúa jólakortin sín. En í ár eins og í fyrra gekk það ótrúlega vel að nálgast jólakortin miðað við aðstæður í heiminum vegna Covid-19. Skólar eru lokaðir á sumum svæðum og því ekki hægt að nálgast öll börnin. En kennarar lögðu ýmislegt á sig til þess, fóru heim til barna eða fengu foreldra til að skila kortunum í skólann, en á þeim stöðum sem skólarnir eru opnir útbjuggu nemendur kortin í skólanum. Við erum afskaplega stolt af starfsfólki skólanna að hafa náð að senda okkur jólakort frá flestum börnunum.

Þessi skemmtilega jólakveðja barst frá Kenýa.

Við erum þakklát og stolt af samstarfsfólk okkar á vettvangi sem sinna börnunum af alúð og kærleika og finna alltaf leiðir og lausnir til að nálgast börnin og hjálpa þeim áfram með nám sitt.

Hægt er að skoða jólakveðjuna og fréttir frá vettvangi með því að smella hér.




Skildu eftir svar