Jólakort og tímarit á leið til stuðningsaðila - ABC barnahjálp

Jólakort og tímarit á leið til stuðningsaðila

Starfsmenn skrifstofunnar hafa staðið í ströngu síðustu daga við að pakka inn nýjasta tímaritinu okkar ásamt jólakveðju og jólakortum frá börnunum okkar af vettvangi. Mikil og skemmtileg jólastemmning myndaðist á skrifstofunni og erum við mjög spennt fyrir því að koma þessu i hendur stuðningsaðila fljótlega í næstu viku.