Jólakort og tímarit - ABC barnahjálp

Jólakort og tímarit

Undirbúningur jólanna á skrifstofu ABC er alltaf skemmtilegur og felur meðal annars í sér að undirbúa tímarit fyrir ykkur stuðningsaðila og velunnara okkar en einnig að pakka inn jólakortunum og kveðjum frá börnunum til stuðningsaðilanna. Jólakortin eru mikilvægur hluti af samskiptum okkar við stuðningsaðilana því það er oft á tíðum eina snertanlega tengingin við stuðningsbarnið og leggjum við mikið upp úr því ár hvert við stjórnendnur á vettvangi að fá jólakort frá öllum börnunum.

Börnin í Pakistan höfðu mjög gaman af því að útbúa jólakortin til stuðningsaðila sinna og sendu þau stolt frá sér.

Í ár gefum við út veglegt tímarit og hefur það verið sent til allra stuðningsaðila ásamt jólakorti og kveðju en einnig er hægt að skoða tímaritið með því að smella á myndina hér að neðan.
Skildu eftir svar