Árlega fáum við send til okkar jólakort frá börnunum sem stuðningsaðilar okkar styðja til náms í Afríku og Asíu. Undanfarna daga hefur starfsfólk og sjálfboðaliðar verið hér á skrifstofunni að pakka í umslög jólakveðjum og jólakortunum. Jólastemmningin hefur sannarlega mætt með jólalögum og gleði og er alltaf gaman að sjá fallegu kortin frá börnunum.
Umslögin eru nú farin í póst til stuðningsaðila og sendum við ykkur jólakveðjur svona í upphafi aðventunnar.