Jólakveðja og tímarit - ABC barnahjálp

Jólakveðja og tímarit

Við hjá ABC barnahjálp viljum við óska ykkur gleðilegrar jólahátíðar og friðar á nýju ári.  Með dyggum og beinlínis ómetanlegum stuðningi frá stuðningsaðilum okkar hefur ABC verið kleyft að starfa ár eftir ár og staðið trúföst að baki þúsundum barna og gefið þeim tækifæri til að mennta sig.

Þetta ár hefur verið öðruvísi en öll önnur ár og hafa samstarfsaðilar okkar á vettvangi staðið frammi fyrir ýmsum áskornunum sem þau hafa leyst með mikilli útsjónarsemi og þrautsegju. Meira er hægt að lesa um það í Jólatímariti okkar með því að smella hér.

Skrifstofan og Nytjamarkaðurinn eru opin til og með 23. desember og tökum við svo vel á móti ykkur á nýju ári er við opnum aftur þann 4. janúar.

Kærar jólakveðjur, starfsmenn og sjálfboðaliðar ABC barnahjálp.
Skildu eftir svar