Keppni lokið í Kenya Music Festivals - ABC barnahjálp

Keppni lokið í Kenya Music Festivals

alt

Nemendur ABC skólans í Star of Hope í Kenýa hafa lokið keppni í Kenya Music Festivals og þeir stóðu sig með stakri prýði. Þeir unnu sér inn réttinn til að vera fulltrúar Nairobi fylkis með því að bera sigur úr býtum í hverri undankeppninni á fætur annarri og kepptu í lokakeppninni á þessum árlega viðburði.

Alls keppti hópurinn í fimm greinum sem snéri að ljóðlist og sigraði í einni þeirra. Sigurljóðið ber heitið “The Nervous Race” og var það flutt á ensku. Í hinum viðureignunum hafnaði hópurinn tvívegis í öðru sæti, sjötta sæti og í því tíunda.

Magnaður árangur hjá flottum nemendum.