Kvennakvöld ABC - ABC barnahjálp

Kvennakvöld ABC

alt

Kvennakvöld til styrktar konum í Búrkína Fasó var haldið þann 24. maí síðastliðinn í kaffisal Fíladelfíu.

Guðný Ragnhildur Jónasdóttir, oftast kölluð bara Gullý, var heiðursgestur kvöldsins og talaði um reynslu sína af starfinu í Búrkína Fasó. Gullý, ásamt eiginmanni sínum Hinrik Þorsteinssyni, er forstöðumaður ABC skólans í Búrkína Fasó og héldu hjónin þar út til að hefja starf árið 2007.

Haldið var happdrætti og mikið af fínum vinningum var í boði frá eftirtöldum aðilum;

Flugfélag Íslands, Sinfóníusveit Íslands, Laugar Spa, Grillmarkaðurinn, Yoferskur jógúrtís, Antik búðin, Litla garðbúðin og Vera Design. Við þökkum þessum fyrirtækjum kærlega fyrir veitta vinninga.

Við þökkum öllum þeim sem komu og þeim sem tóku þátt í að gera kvöldið að veruleika. Mikið var af fínum veitingum og kvöldið mjög vel heppnað.

alt