Eftir að við hófum samstarf við Rasta Foundation of Pakistan og hófum að styðja börn til náms í skólanum Rasta Foundation Brick Kiln Slaves School, síðastliðinn vetur getum við stolt sagt frá því að töluvert hafi breyst til hins betra í aðbúnaði er snýr að börnunum.
Meðal annars fá börnin nú læknisþjónustu einu sinni í mánuði þar sem hvert og eitt barn fær skoðun og meðhöndlun ef þarf. Hér má sjá myndir frá læknisheimsókn sem átti sér stað í liðinni viku.